Sokkabandið [1] (1982-85)

Hljómsveitin Sokkabandið frá Ísafirði er með allra fyrstu kvennasveitum sem starfað hafa á Íslandi en hún mun hafa verið starfandi á árunum 1982-85, sumar heimildir segja hana stofnaða fyrr. Stofnmeðlimir Sokkabandsins voru þær Ásthildur Cesil Þórðardóttir bassaleikari, Eygló Jónsdóttir gítarleikari og Oddný Sigurvinsdóttir gítarleikari en þær höfðu frumkvæði að stofnun sveitarinnar, síðan bættust við þær…