Vinir vors og blóma [1] (1991-92)

Hljómsveitin Vinir vors og blóma starfaði innan Fjölbrautaskóla Norðurlands á Sauðárkróki árin 1991 og 92 að minnsta kosti. Fyrir liggur að Fjölnir Ásbjörnsson (að öllum líkindum söngvari) var einn meðlima sveitarinnar en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi hennar. Óskað er eftir frekari upplýsingum um Vini vors og blóma frá Sauðárkróki.

Segulbandið [1] (1987-91)

Á Sauðárkróki var starfandi unglingahljómsveit undir nafninu Segulbandið árið 1987. Meðlimir sveitarinnar voru Fjölnir Ásbjörnsson söngvari (síðar prestur), Kristinn Kristjánsson bassaleikari, Kristján Kristjánsson trommuleikari, Óskar Örn Óskarsson gítarleikari, Arnbjörn Ólafsson hljómborðsleikari og Björgvin Reynisson gítarleikari. Ekki liggur fyrir hversu lengi Segulbandið starfaði en sveit með þessu nafni lék norðanlands 1990 og aftur 1991, að öllum…