Fljóðatríó [1] (1968-72)

Fljóðatríó (Fljóðatríóið) er ein fyrsta kvennahljómsveit Íslandssögunnar en hún var starfandi í kringum 1970, um áratugur leið þar til önnur slík sveit leit dagsins ljós hér á landi. Segja má að áföll hafi nokkuð einkennt sögu þessarar tímamótasveitar. Það mun hafa verið Ragnar Bjarnason sem var aðalhvatamaður þess að Fljóðatríóið var stofnað en sveitin var…

Fljóðatríó [2] (1976)

Heimild er um hljómsveit starfandi árið 1976 undir nafninu Fljóðatríó sem lék þá á dansleik hjá Skaftfellingafélaginu í Reykjavík. Ekkert bendir til að Fljóðatríóið hafi tengingu við samnefnt tríó sem starfandi var fáeinum árum áður en óskað er eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan þessarar sveitar.