Söngkeppni framhaldsskólanna [tónlistarviðburður] (1990-)

Söngkeppni framhaldsskólanna er sér íslenskur viðburður sem haldin hefur verið síðan árið 1990. Keppnin hefur síðan þá einungis fallið niður í eitt skipti. Fyrsta söngkeppnin var haldin vorið 1990 en hugmyndin var ekki alveg ný af nálinni, undirbúningur hafði þá staðið yfir frá því haustið á undan en keppnin átti sér lengri aðdraganda. Fjórtán skólar…

Fítónn jóðsjúkra kvenna (1997-2000)

Dúettinn Fítónn jóðsjúkra kvenna kom við sögu á safnplötunni Tún, en hún var gefin út í Menntaskólanum við Hamrahlíð 1997 og munu meðlimir dúósins, þeir Trausti Óskarsson [Lomber] og Flóki Guðmundsson hafa verið nemar í skólanum. Tónlistin var tekin upp á tónleikum sem haldnir voru í Norðurkjallara MH í febrúar 1997. Svo virðist sem Fítónn…