Botnleðja (1994-)
Botnleðja er vafalaust með merkustu rokksveitum íslenskrar tónlistarsögu, sveitinni skaut hratt á stjörnuhimininn þegar hún sigraði Músíktilraunir og á eftir fylgdu draumar um meik í útlöndum og nokkrar plötur sem hlutu frábæra dóma og viðurkenningar. Haraldur Freyr Gíslason trommuleikari, Heiðar Örn Kristjánsson söngvari og gítarleikari og Ragnar Páll Steinsson bassaleikari, stofnuðu sveitina síðla árs 1994…
