Söngfélag Höfðhreppinga (1876-1947)
Söngfélag sem hér er kallað Söngfélag Höfðhreppinga en gæti allt eins hafa verið kallað Söngfélag Grýtubakkahrepps starfaði um nokkurra áratuga skeið undir lok nítjánda aldar og fram undir miðja þá tuttugustu, að öllum líkindum ekki samfellt en var þó nokkuð virkt að því er virðist. Söngfélagið var stofnað haustið 1876 í Höfðahverfi (þar sem Grenivík…
