Heródes (1975-79)

Hljómsveitin Heródes frá Fáskrúðsfirði telst líklega hvorki til þekktustu sveita Austfjarða né landsins en sveitin var þó miðpunktur kostulegs hrepparígs milli Fáskrúðsfirðinga og Héraðsbúa á poppsíðum Dagblaðsins 1976 og 77 þar sem hverjum fannst sinn fugl fegurstur og aðrir ömurlegir, aðdáendur Heródesar og Völundar jusu þar ýmis lasti og lofi á sveitirnar svo úr varð…

Snekkjubandið (1987-89)

Hljómsveit var starfrækt á Austfjörðum á árunum 1987 til 89 undir nafninu Snekkjubandið en nafn sveitarinnar má rekja til þess að hún var eins konar húshljómsveit á gisti- og veitingahúsinu Snekkjunni á Fáskrúðsfirði. Hugsanlega lék sveitin þó víðar en á Snekkjunni. Árni Ísleifsson, Garðar Harðarson og Sigurður Á. Pétursson voru upphaflega í Snekkjubandinu en síðar…