Hugsjón [2] (1970-71)

Hljómsveit að nafni Hugsjón starfaði um eins árs skeið á Dalvík í upphafi áttunda áratugarins. Hugsjón var stofnuð vorið 1970 og voru meðlimir hennar Ingólfur Jónsson hljómborðsleikari, Páll Gestsson gítarleikari, Rúnar Rósmundsson gítarleikari, Friðrik Halldórsson bassaleikari, Friðrik Friðriksson trommuleikari og Sólveig Hjálmarsdóttir söngkona. Sveitin starfaði um eins árs skeið og lék mestmegnis á heimaslóðum en…

Stormsveitin [6] (2011-)

Frá árinu 2011 hefur hópur karlmanna á ýmsum aldri starfrækt hljómsveit og kór í Mosfellsbæ sem gengur undir nafninu Stormsveitin. Hópurinn hefur sent frá sér plötu og dvd disk. Hugmyndin mun hafa komið frá Sigurði Hanssyni en haustið 2011 setti hann á stofn um fimmtán manna sönghóp karla og fimm manna hljómsveit í því skyni…

Volt (1996-97)

Hljómsveitin Volt starfaði í um eitt ár á síðari hluta tíunda áratugarins og lék einkum á öldurhúsum höfuðborgarinnar til að byrja með en færði sig svo meira út á landsbyggðina með rokkprógramm sitt. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Birgir Haraldsson söngvari, Friðrik Halldórsson bassaleikari, Birgir Gunnarsson trommuleikari og Guðlaugur Falk gítarleikari. Þannig var sveitin skipuð uns…