Heilsubótarkór í Lýtingsstaðahreppi (1975-79)

Heilsubótarkór í Lýtingsstaðahreppi eða bara Heilsubótarkórinn starfaði um fjögurra ára skeið og var eins konar tenging milli tveggja kóra sem störfuðu í hreppnum. Forsagan er sú að haustið 1974 hafði verið stofnaður karlakór í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði sem gekk undir nafninu Friðrikskórinn eftir stofnandanum og stjórnandanum Friðrik Ingólfssyni. Ári síðar, haustið 1975 bættust nokkrar konur…

Friðrikskór [2] (1974-75)

Svokallaður Friðrikskór var starfandi í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði veturinn 1974 til 75. Kórinn var nefndur eftir stofnanda hans og stjórnanda, Friðriki Ingólfssyni garðyrkjubónda en hann var að mestu skipaður óreyndum söngmönnum úr hreppnum. Kórinn gekk einnig undir nafninu Arfakórinn. Ári síðar, haustið 1975 gengu nokkrar konur til liðs við kórinn sem eðli málsins samkvæmt var…