Friðrikskór [2] (1974-75)

Svokallaður Friðrikskór var starfandi í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði veturinn 1974 til 75.

Kórinn var nefndur eftir stofnanda hans og stjórnanda, Friðriki Ingólfssyni garðyrkjubónda en hann var að mestu skipaður óreyndum söngmönnum úr hreppnum. Kórinn gekk einnig undir nafninu Arfakórinn.

Ári síðar, haustið 1975 gengu nokkrar konur til liðs við kórinn sem eðli málsins samkvæmt var þá ekki lengur karlakór, og við það tækifæri var nafni hans breytt í Heilsubótarkór í Lýtingsstaðahreppi en sá kór var undanfari Rökkurkórsins.