Friður [1] (1969-70)

Friður

Hljómsveit starfaði á höfuðborgarsvæðinu í fáeina mánuði undir nafninu Friður en sveitin var skipuð meðlimum á unglingsaldri.

Það munu hafa verið Vilhjálmur Guðjónsson gítarleikari og Ágúst Ragnarsson sem stofnuðu sveitina sumarið 1969 og fengu þá Braga Björnsson bassaleikara, Viðar Sigurðsson [söngvara?] og Rafn Sigurbjörnsson trommuleikara til liðs við sig. Sveitin gekk í fyrstu undir nafninu Gröfin en nafninu var svo breytt fljótlega í Friður, og gekk sveitin undir því nafni uns þeir breyttu því í Gaddavír þegar mannabreytingar urðu á henni, líklega um sumarið 1970.