Frumraun [1] (um 1990)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveitina Frumraun á Norðfirði sem starfaði í kringum 1990, allavega 1991 og hafði þá líklega verið starfandi um tíma. Að öllum líkindum var Sigurður [Óli? Ólafsson?] meðal meðlima Frumraunar en sveitin er sögð hafa verið undanfari Ævintýris Hans og Grétars, sem keppti í Músíktilraunum vorið 1993. Meðlimir þeirrar sveitar voru…

Frumraun [2] (1992)

Hljómsveitin Frumraun starfaði í Sandgerði árið 1992, hún var skipuð meðlimum á unglingsaldri og lék þá um haustið á tónleikum sem haldnir voru í tengslum við M-hátíð á Suðurnesjunum. Óskað er eftir upplýsingum um meðlimi þessarar sveitar, hljóðfæraskipan og starfstíma.