Hvellir (um 1967)

Hljómsveitin Hvellir starfaði í gagnfræðiskólanum á Hvolsvelli líklega veturinn 1966-67 en sveitin mun þá hafa leikið á samkomu tengdri skólanum. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Reynir Daníel Gunnarsson gítarleikari, Stefán Ólafsson gítarleikari, Ísólfur Gylfi Pálmason trommuleikari og Helgi Bjarnason sem lék á melódiku. Engar upplýsingar er að finna um starfstíma Hvella en líklega var hljómsveitin ekki…

Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Hvolsvelli (1973-75)

Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Hvolsvelli starfaði af því er virðist tvo vetur um miðjan áttunda áratug síðustu aldar, frá hausti 1973 til vors 1975 undir stjórn hjónanna Sigríðar Sigurðardóttur og Friðriks Guðna Þórleifssonar sem þá höfðu nýverið komið til starfa sem tónlistarkennarar á Hvolsvelli. Þau stofnuðu um líkt leyti Barnakór Hvolsskóla en kórarnir tveir voru eins…