Hörður Torfason (1945-)

Saga trúbadorsins Harðar Torfasonar er engri lík. Hann barðist við mótlæti áratugum saman fyrir það eitt að vera samkynhneigður en ákvað að taka slaginn og ruddi svo brautina á ýmsan hátt fyrir aðra, sú barátta hefur ekki aðeins skilað sér í réttindamálum samkynhneigðra heldur almennt í mannréttindamálum og síðustu árin hafa þau mál tekið yfir…

Sirkus Homma Homm (2003-04)

Sirkus Homma Homm var hljómsveit sett saman fyrir Gay-pride hátíðina sumarið 2003 og var aldrei hugsuð sem langtímaverkefni, sveitin starfaði þó eitthvað áfram og lék t.d. á dansleik árið 2004. Meðlimir sveitarinnar voru Tómas M. Tómasson bassaleikari (Hommi Homm – sem sveitin er kennd við) en ekki er að fullu ljóst hverjir aðrir skipuðu hana…