Hörður Jónsson (1953-2015)

Hörður Jónsson var alþýðutónlistarmaður sem bjó lengst af á Akranesi en var ættaður úr Árneshreppi á Ströndum og gekk því undir nafninu Hörður Strandamaður. Hann kom oft fram sem trúbador, samdi lög og texta og hluti þeirra kom út á plötu að honum látnum. Hörður Jónsson var fæddur (vorið 1953) og uppalinn á Stóru-Ávík á…

Hið óttalega burp (um 1990)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem hét að öllum líkindum Hið óttalega burp en nafn sveitarinnar er fengið úr teiknimyndasögu um þá félaga Sval og Val sem kom út árið 1987, líklegast er því að sveitin hafi starfað einhvern tímann fljótlega eftir það. Fyrir liggur að Geir Harðarson var einn meðlimur Hins óttalega burps,…

Moskító (?)

Hljómsveit sem bar annað hvort nafnið Moskito eða Moskító var líklega starfandi á Akranesi, meðal meðlima sveitarinnar var Geir Harðarson en ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra Moskító-liða. Þessi sveit var líkast til starfandi á síðari hluta níunda áratugarins.

Rómeó og Júlíus (1993)

Rómeó og Júlíus virðist hafa verið fremur skammlíf hljómsveit frá Akranesi starfandi árið 1993. Um vorið keppti sveitin í Músíktilraunum Tónabæjar, þá voru liðar hennar Hörður Ómarsson bassaleikari, Ólafur Böðvarsson trommuleikari, Kristinn Elíasson gítarleikari og Geir Harðarson söngvari og gítarleikari. Sá síðast taldi gaf síðar út sólóplötur en hinir virðast ekki hafa komið meira nálægt…