Skólahljómsveitir Menntaskólans á Akureyri (1939-)
Við Menntaskólann á Akureyri var lengi hefð fyrir skólahljómsveitum, fyrstu áratugina var um að ræða sérstakar hljómsveitir í nafni skólans en á sjöunda áratugnum voru þær nefndar ýmsum nöfnum þótt þær væru í grunninum skólahljómsveitir. Þessar sveitir léku á dansleikjum og öðrum uppákomum innan veggja menntaskólans en fóru stöku sinnum út fyrir hann til dansleikjahalds.…
