Fjarkinn [2] (um 1950)

Um miðbik síðustu aldar starfaði hljómsveit á Akranesi undir nafninu Fjarkinn. Fjarkinn (einnig stundum nefnd Fjarkar) gæti hafa verið sett á laggirnar litlu fyrir 1950 og starfaði hún í nokkur ár undir stjórn Danans Ole H. Östergaard gítarleikara, sem stofnaði hana. Fjarkinn var lengst af kvartett undir stjórn Östergaard en aðrir meðlimir voru Helga Jónsdóttir…