Hljómsveit Þorvaldar Steingrímssonar (1939-91)

Þorvaldur Steingrímsson var fjölhæfur tónlistarmaður, hann var framan af þekktur saxófón- og klarinettuleikari en síðar einnig sem fiðluleikari. Hann starfrækti því ótal danshljómsveitir og strengjasveitir sem léku ólíkar tegundir tónlistar en hljómsveitir hans sem flestar voru skammlífar, enda oftar en ekki settar saman fyrir stök verkefni störfuðu frá því undir lok fjórða áratugarins og allt…

Hljómsveit Óskars Cortes (1935-65)

Tónlistarmaðurinn Óskar Cortes starfrækti nokkrar vinsælar hljómsveitir á sínum tíma, flestar þeirra voru danshljómsveitir en hann var jafnframt einnig með strengjasveit í eigin nafni. Fyrstu sveitir Óskars störfuðu á Siglufirði en þangað fór hann fyrst sumarið 1935 ásamt Hafliða Jónssyni píanóleikara en sjálfur lék Óskar á fiðlu, síðar það sama sumar bættist Siglfirðingurinn Steindór Jónsson…

Hljómsveit K.R. hússins (1936-39)

Á árunum 1936 til 39 starfaði hljómsveit sem virðist hafa verið eins konar húshljómsveit í K.R. húsinu en sveitin lék á þeim árum margsinnis þar undir nafninu Hljómsveit K.R. hússins. Svo virðist sem K.R. húsið hafi verið Báran (Bárubúð). Árið 1936 munu meðlimir sveitarinnar hafa verið þeir Óskar Cortes fiðlu- og saxófónleikari, Bjarni Guðjónsson trommuleikari,…

Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar (1932-55)

Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar er um margt merkileg hljómsveit eða öllu heldur hljómsveitir því í raun var um að ræða nokkrar sveitir skipaðar mismunandi mannskap hverju sinni og allt frá því að vera tríó og upp í fimmtán manna sveit. Hún var aukinheldur fyrsta danshljómsveit Íslands og að öllum líkindum fyrsta hljómsveit sinnar tegundar sem hafði…

Siglunes-bandið (1939)

Fjöldi hljómsveita komu við sögu á Siglufirði á síldarárunum og ein þeirra, nefnd Siglunes-bandið starfaði þar sumarið 1939 á Hótel Siglunesi. Meðlimir Siglunes-bandsins voru þeir Jónatan Ólafsson píanó- og harmonikkuleikari, Poul Bernburg trommuleikari, Gísli Einarsson saxófón- og harmonikkuleikari og Þorvaldur Steingrímsson klarinettu-, saxófón- og fiðluleikari, sá síðast taldi annaðist allar útsetningar fyrir hljómsveitina.