Brúðkaup Fígarós (1989)

Hljómsveitin Brúðkaup Fígarós var starfandi 1989 en þá tók sveitin þátt í Músíktilraunum. Meðlimir sveitarinnar voru Karl Olgeirsson hljómborðsleikari, Ásgeir Páll Ágústsson söngvari, Gísli Leifsson trommuleikari, Hallur Guðmundsson bassaleikari og Trausti Örn Einarsson gítarleikari. Sveitin komst ekki í úrslit.

Fagmenn (1986-87)

Hljómsveit úr Reykjavík, starfandi 1987 og keppti þá í Músíktilraunum, komust þar í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru Karl Olgeirsson söngvari og hljómborðsleikari, Bjarni Páll Ingason bassaleikari, Jón T. Gylfason gítarleikari og Gísli Leifsson trommuleikari. Sveitin var stofnuð haustið 1986 en ekki er ljóst hversu lengi hún starfaði.