Gítar-Konni (1924-2009)
Hákon Þorsteinsson er einn þeirra fjölmörgu áhugamanna um tónlist sem hafa gefið út plötu komnir á efri ár en hann starfaði aldrei við tónlist á yngri árum. Hákon (kallaður Gítar-Konni hér fyrrum) fæddist í Reykjavík 1924, var vélvirki að mennt og starfaði mest alla sína starfstíð sem eftirlitsmaður, lengi fyrst hjá Öryggiseftirlitinu en síðar Vinnueftirlitinu…
