Hljómsveit Helga Hermannssonar (1978-)

Tónlistarmaðurinn Helgi Hermannsson hefur átt í samstarfi við fjöldann allan af öðru tónlistarfólki ýmist í dúetta-, tríóa- eða hljómsveitaformi í eigin nafni en í mörgum tilfellum hefur þar verið tjaldað til einnar nætur eins og gengur og gerist. Helgi var þekktur framan af sem einn meðlimur hljómsveitarinnar Loga frá Vestmannaeyjum en eftir að hann fluttist…

Blástakkar [3] (1958-60)

Hljómsveitin Blástakkar var fyrsta danshljómsveitin sem starfaði í Rangárvallasýslu en fram til þess tíma höfðu harmonikkuleikarar, ýmist einir eða fleiri saman annast slíka ballspilamennsku. Sveitin var stofnuð líklega árið 1958 og var kjarni hennar skipaður sömu mönnum mest allan tímann sem hún starfaði, það voru þeir Grétar Björnsson gítarleikari, Rúdolf Stolzenwald píanóleikari, Jón Guðjónsson trommuleikari…