Sinn Fein [1] (1994-95)

Á árunum 1994 og 95 starfaði hljómsveit á Egilsstöðum eða Fljótsdalshéraði undir nafninu Sinn Fein. Sinn Fein skipuðu þeir Atli H. Gunnlaugsson söngvari, Grétar Mar Hreggviðsson gítarleikari, Gísli Örn Þórhallsson bassaleikari og Bragi Þorsteinsson trommuleikari. Sveitin lék líklega mestmegnis á austanverðu landinu en var þó meðal sveita sem kom fram á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 1994.…

Dyslexia (1992)

Dyslexia var dauðarokkssveit starfandi í Eiðaskóla en gæti hafa verið frá Höfn í Hornafirði. Sigurður Pálmason bassaleikari, Jón Þórðarson gítarleikari, Grétar Mar Hreggviðsson gítarleikari, Arnar Karl Ólafsson söngvari og Sigurður Rúnar Ingþórsson trommuleikari skipuðu sveitina þegar hún keppti í Músíktilraunum 1992 en sveitin komst ekki í úrslit tilraunanna. Engar aðrar upplýsingar liggja fyrir um sögu…