Grindverk (1997-99)
Hljómsveitin Grindverk var fremur skammlíft tríó sem starfaði rétt fyrir síðustu aldamót en meðlimir þess voru þeir Sigtryggur Baldursson, Einar Örn Benediktsson og Hilmar Örn Hilmarsson sem allir höfðu verið áberandi í kringum nýbylgju- og pönksenuna upp úr 1980, Sigtryggur og Hilmar Örn í Þey og Einar Örn í Purrki pillnikk og Sigtryggur og Einar…
