Guðbjörg Bjarnadóttir (1959-)

Guðbjörg Bjarnadóttir (fædd 1959) telst varla til þekktustu söngkvenna íslenskrar tónlistarsögu en hún kom þó nokkuð við sögu hennar á tíunda áratug síðustu aldar, annars vegar sem söngkona pöbbahljómsveitarinnar Ultra (Últra) og hins vegar á safnplötunni Lagasafnið no. 5: Anno 1996 þar sem hún söng erlent lag við íslenskan texta. Lítið hefur spurst til sönglistar…

Ultra (1996-2003)

Pöbbabandið Ultra starfaði um árabil í kringum síðustu aldamót og lék víða um land. Anton Kröyer hljómborðs- og gítarleikari og Elín Hekla Klemenzdóttir söngkona voru aðalsprautur Ultra en sveitin var ýmist dúó, tríó eða kvartett. Önnur söngkona, Guðbjörg Bjarnadóttir starfaði með þeim einnig lengst af en auk þess komu við sögu gítarleikararnir Samúel Þórarinsson, Sævar…