Hljómsveit bókagerðarmanna (1997)

Fjölmargir tónlistarmenn á árum áður voru lærðir prentarar en þegar Félag bókagerðarmanna hélt upp á 100 ára afmæli sitt vorið 1997 hafði þeim tónlistarmönnum fækkað mjög innan stéttarinnar. Bókagerðarmenn voru þó ekki í neinum vandræðum með að manna stóra hljómsveit þegar afmælisfögnuðurinn fór fram í Borgarleikhúsinu. Það var píanóleikarinn Magnús Ingimarsson sem annaðist hljómsveitarstjórn og…

Sveiflusextettinn (1990-92)

Sveiflusextettinn svokallaði mun hafa verið settur á laggirnar til að leika á norrænni djasshátíð Ríkisútvarpsins, RÚREK vorið 1990 en sveitin kom þar fram í fyrsta sinn. Meðlimir Sveiflukvartettsins voru þeir Hrafn Pálsson píanóleikari, Friðrik Theódórsson bassaleikari, Guðmundur Steinsson trommuleikari, Bragi Einarsson klarinettu- og saxófónleikari, Guðjón Einarsson básúnuleikari og Kristján Kjartansson trompetleikari. Sveitinni þótti takast það…