Check mate (1967)

Hljómsveitin Check mate (Checkmate) var skipuð ungum tónlistarmönnum og var starfandi árið 1967 að minnsta kosti. Meðlimir sveitarinnar voru Gunnar Jónsson söngvari, Benedikt H. Benediktsson trommuleikari, Kristinn Magnússon gítarleikari, Skúli J. Björnsson gítarleikari og Guðjón Sigurðsson gítarleikari. Vilhjálmur Guðjónsson mun einnig hafa komið við sögu þessarar sveitar en aðrar upplýsingar finnast ekki um hana.

Trix [1] (1968-71)

Hljómsveitin Trix var ein þeirra fjölmörgu sveita sem spruttu upp á yfirborðið á bítla- og hippatímum síðari hluta sjöunda áratugarins. Trix var stofnuð vorið 1968 og í upphafi voru í henni Árni Vilhjálmsson trommuleikari, Guðjón Sigurðsson bassaleikari, Þorsteinn Þorsteinsson söngvari, Stefán Andrésson gítarleikari og Ragnar Gíslason einnig gítarleikari. Sveitin vakti fyrst athygli þegar hún hafnaði…