Huld (2009)

Hljómsveitin Huld starfaði árið 2009 og sendi það sama ár frá sér breiðskífuna Skammdegisóður, sveitin lék eins konar kántrískotið þjóðlagapopp. Huld kom fram á sjónarsviðið um haustið 2009 en ellefu laga plata sveitarinnar, Skammdegisóður kom þá út og hafði að geyma lög eftir Ásgeir Ásgeirsson gítarleikara hennar en textarnir komu úr ýmsum áttum – flestir…

Hljómsveit Ólafs Þórarinssonar (1993 / 2003)

Ólafur Þórarinsson (Labbi í Mánum) starfrækti hljómsveit í eigin nafni vorið 1993 en þá var sett á svið sýning á Hótel Selfossi sem bar heitið Leikur að vonum, hún var byggð á tónlist Ólafs og var uppistaðan að einhverju leyti lög sem hann hafði samið fyrir hljómsveitina Mána. Sýningin gekk fyrir fullu húsi í nokkur…

Saga Class [2] (1993-2014)

Um langt árabil var hljómsveit starfandi undir nafninu Saga Class (einnig voru rithættirnir Saga Klass og Sagaklass notaðir) en sveitin var lengst af húshljómsveit í Súlnasal Hótel Sögu enda vísar nafn sveitarinnar til hótelsins. Hópurinn sem skipaði sveitina hafði um nokkurra ára skeið á undan verið starfandi undir nafninu Sambandið og hafði meira að segja…