Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar (1971-2019)

Þær finnast varla langlífari hljómsveitirnar en Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar sem hefur reyndar runnið sitt skeið en starfaði í nærri því hálfa öld. Sveitin naut alla tíð mikilla vinsælda norðanlands en átti einnig löng tímabil þar sem landsmenn allir dönsuðu í takt við skagfirsku sveifluna eins og tónlist Geirmundar hefur verið kölluð frá því á níunda…

Félagar (1994-2005)

Akureyska hljómsveitin Félagar tók til starfa haustið 1994 undir því nafni en sveitin hafði áður gengið undir nafninu Dansfélagar. Meðlimir voru þeir Birgir Arason [?], Jón Berg [?], Brynleifur Hallsson gítarleikari [?] og Grímur Sigurðsson bassaleikari en þegar sá síðast taldi kom inn í sveitina tóku þeir upp nýja nafnið. Félagar léku á dansleikjum nyrðra,…

Ottó (1989-91)

Á Blönduósi var um tíma starfandi hljómsveit sem kallaðist Ottó, þessi sveit lék víða um Norðurland vestra á árshátíðum, þorrablótum, áramótadansleikjum, skólaböllum og öðrum tilfallandi sveitaböllum á árunum 1989 til 91. Meðlimir Ottós voru þeir Guðmundur Engilbertsson söngvari og gítarleikari, Guðmundur Karl Ellertsson söngvari, Halldór Rúnar Vilbergsson trommuleikari og Hafsteinn Björnsson söngvari og bassaleikari. Einar…