Alto [2] (1965-66)

Hljómsveitin Alto var starfandi í Kennaraskólanum árin 1965 og 66, í fyrstu sem skólahljómsveit. Meðlimir sveitarinnar voru Gísli Baldvinsson trommuleikari, Guðmundur Óli Sigurgeirsson söngvari og hljómborðsleikari, Hermann Brynjólfsson bassaleikari, Hörður Friðþjófsson gítarleikari, Hallur Páll Jónsson gítarleikari og Þóra Grímsdóttir söngkona. Einnig gætu hafa komið við sögu söngvararnir Baldvin [?] og Anna Fugaro. Sveitin varð fremur…

Classic (1966-69)

Hljómsveitin Classic var stofnuð upp úr annarri sveit sem bar heitið Alto, og starfaði hún á árunum 1966-69. Meðlimir Classic voru Guðmundur Óli Sigurgeirsson söngvari og orgelleikari sem stofnaði sveitina 1966, Guðmundur Sigurðsson söngvari og bassaleikari, Magnús Ólafsson gítarleikari og söngvari, Gunnar E. Hübner trommuleikari og Hörður Friðþjófsson gítarleikari. Þannig var sveitin skipuð til ársins…