Hraun [2] (2003-10)

Hljómsveitin Hraun (einnig stundum ritað Hraun!) starfaði um nokkurra ára skeið en hún var skipuð ungum tónlistarmönnum sem þá voru að skapa sér nafn einnig á öðrum vettvangi – og e.t.v. galt sveitin að einhverju leyti fyrir það. Hraun gaf út nokkrar plötur sem sýndu tvær hliðar á sveitinni, annars vegar grallaraskapinn og léttleikann sem…

Bris (1998-2003)

Hljómsveitin Bris var sveimrokksveit sem starfaði í nokkur ár í kringum aldamótin. Bris var stofnuð 1998 og voru meðlimir hennar Snorri Petersen söngvari og gítarleikari, Guðmundur Stefán Þorvaldsson gítarleikari, Þorsteinn R. Hermannsson bassaleikari og Jón Geir Jóhannsson trommuleikari. 1999 keppti sveitin í hljómsveitakeppninni Rokkstokk í Keflavík, komst þar í úrlit og var með tvö lög…