Hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar [1] (1960-86)

Hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar var ásamt hljómsveitum Baldurs Geirmundssonar (BG) helsta hljómsveit Ísfirðinga um árabil en sveitin starfaði í yfir aldarfjórðung þótt ekki hafi það verið alveg samfleytt. Nokkuð af síðar þekktu tónlistarfólki starfaði með þessari sveit sem einnig gekk um tíma undir nafninu Ásgeir og félagar. Upphaf sögu Hljómsveitar Ásgeirs Sigurðssonar er nokkuð á reiki,…

Mánakvartettinn [1] (1956-60)

Hljómsveitin Mánakvartettinn var starfrækt á Ísafirði á síðari hluta sjötta áratugs síðustu aldar, Karl Einarsson var hljómsveitarstjóri hennar og gekk sveitin einnig undir nafninu Hljómsveit Karls Einarssonar á einhverjum tímapunkti. Sveitin starfaði á árunum 1956 til 1960 að minnsta kosti en síðast nefnda árið urðu breytingar á liðsskipan hennar og varð BG & Ingibjörg til…