Mánakvartettinn [1] (1956-60)

Hljómsveitin Mánakvartettinn var starfrækt á Ísafirði á síðari hluta sjötta áratugs síðustu aldar, Karl Einarsson var hljómsveitarstjóri hennar og gekk sveitin einnig undir nafninu Hljómsveit Karls Einarssonar á einhverjum tímapunkti.

Sveitin starfaði á árunum 1956 til 1960 að minnsta kosti en síðast nefnda árið urðu breytingar á liðsskipan hennar og varð BG & Ingibjörg til upp úr þeim.

Heimildir eru afar takmarkaðar um Mánakvartettinn, auk Karls (sem lék á ýmis hljóðfæri) lék Pétur Geir Helgason (faðir Rúnars Þórs Péturssonar) á harmonikku í sveitinni en ekki liggur fyrir hverjir aðrir skipuðu hana, einhverjir þeirra hafa þó væntanlega starfað með BG & Ingibjörgu á upphafsárum þeirrar sveitar. Frekari upplýsingar má gjarnan senda til Glatkistunnar.