Guðni S. Guðnason (1926-93)

Harmonikkuleikarinn Guðni S. Guðnason lék með fjölmörgum hljómsveitum á blómaskeiði danshljómsveita á fimmta og sjötta áratugnum, hann varð síðar kunnur hljóðfæraviðgerðamaður. Guðni Sigþór Guðnason var fæddur á Eskifirði árið 1926 og fluttist þaðan til Reykjavíkur á stríðsárunum, 1943. Þá þegar var hann kominn með nokkra reynslu í dansleikjaspilamennsku en hann hafði þá leikið á harmonikku…