Hux (1995)

Strengjakvartett sem bar nafnið Hux kom við sögu á plötu hljómsveitarinnar Blome – The Third twin sem kom út árið 1995, ekki er ljóst hvort kvartettinn var starfandi eða hvort hann var sérstaklega settur saman eingöngu fyrir það verkefni. Hux skipuðu þau Una Sveinbjarnardóttir (fyrsti) fiðluleikari, Hrafnhildur Atladóttir (annar) fiðluleikari, Guðrún Hrund Harðardóttir lágfiðluleikari og…

Strengjakvartettinn Hugo (1995-2012)

Strengjakvartettinn Hugo starfaði um árabil undir lok liðinnar aldar og fram á þessa öld og kom reglulega fram opinberlega þótt ekki væri hann starfræktur samfleytt. Kvartettinn mun hafa verið stofnaður innan Tónmenntaskólans í Reykjavík vorið 1995 og voru meðlimir hans alla tíð þau Una Sveinbjarnarsdóttir og Hrafnhildur Atladóttir fiðluleikarar, Guðrún Hrund Harðardóttir lágfiðluleikari og Hrafnkell…