Guðrún Jacobsen (1930-2022)
Guðrún Jacobsen rithöfundur (fædd 1930) var fleira til lista lagt en ritstörf, hún var drátthög, málaði og hélt málverkasýningu en var einnig músíkölsk, söng og samdi tónlist. Sem barn hafði Guðrún sungið með barnakórnum Sólskinsdeildinni og á árunum eftir stríð söng hún með Hljómsveit Karls Jónatanssonar í Mjólkurstöðinni, og e.t.v. fleiri sveitum. Þá kom hún…
