Hljómsveit Friðriks Óskarssonar (1962-63)

Skólaárið 1962 til 63 var hljómsveit starfrækt innan Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja sem gekk undir nafninu Hljómsveit Friðriks Óskarssonar. Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um þessa sveit, hljómsveitarstjórinn Friðrik Ingi Óskarsson rak síðar skipaafgreiðslu í Vestmannaeyjum en ekki liggja fyrir upplýsingar um á hvaða hljóðfæri hann lék eða aðrir liðsmenn sveitarinnar. Gunnar Finnbogason og Atli Ágústsson…

Tacton sextett (1963-64)

Tacton sextettinn starfaði í Vestmannaeyjum um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Sveitin var stofnuð í byrjun árs 1963 og var Guðni Guðmundsson fyrsti hljómsveitarstjóri hennar en síðan urðu allmiklar mannabreytingar í henni áður en hún gerðist húshljómsveit í Samkomuhúsinu í Vestmanaeyjum. Meðlimir hennar þá voru þau Hannes Bjarnason gítarleikari (og hljómsveitarstjóri), Einar Guðnason trommuleikari, Gunnar…