Hljómsveit Jóns Svans Péturssonar (1988)

Hljómsveit Jóns Svans Péturssonar var starfrækt um skamma hríð en sveitin lék á tónleikum sem Kirkjukór Stykkishólms efndi til í febrúar 1988, og lék væntanlega undir söng kórsins. Meðlimir sveitarinnar voru Hafsteinn Sigurðsson [?], Lárus Pétursson [gítarleikari?], Daði Þór Einarsson básúnuleikari og hljómsveitarstjórinn Jón Svanur Pétursson [?]. Hugsanlega lék þessi sama sveit nokkru síðar í…

Harmonikufélag Stykkishólms [félagsskapur] (1984-2007)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um Harmonikufélag Stykkishólms en félagið var stofnað árið 1984 og starfaði að líkindum til 2007, e.t.v. lengur. Formaður félagsins var alla tíð Hafsteinn Sigurðsson tónlistarkennari í Stykkishólmi, hann lést 2012 en félagið var þá líklega hætt störfum nokkrum árum fyrr. Ekkert annað liggur fyrir um Harmonikufélag Stykkishólms, hvorki um…

Hafsteinn Sigurðsson (1945-2012)

Hafstenn Sigurðsson var einn þeirra drifkrafta sem geta haldið tónlistarlífi heils bæjarfélags í gangi en hann var margt í mörgu þegar kom að þeim málum í Stykkishólmi. Hafsteinn Sigurðsson fæddist í Stykkishólmi haustið 1945 og bjó þar alla tíð. Hann var lærður trésmiður og starfaði eitthvað við það en tónlistin átti eftir að taka yfir…

Þórsmenn [2] (1968-71)

Hljómsveitin Þórsmenn frá Stykkishólmi starfaði í nokkur ár og lék víða á Snæfellsnesinu, Borgarfirði og allt norður í Húnavatnssýslu. Meðlimir þessarar sveitar voru Lárus Pétursson söngvari og gítarleikari, Sigurður Grétar Hjörleifsson bassaleikari, Hafsteinn Sigurðsson söngvari, trommu- og orgelleikari og Ólafur Geir Þorvarðarson saxófón- og trommuleikari. Sveitin var stofnuð sumarið 1968 og starfaði að minnsta kosti…

Ísjá (1976-80)

Hljómsveitin Ísjá var ein helsta danshljómsveitin á Snæfellsnesi á árunum 1976-80, að minnsta kosti. Meðlimir Ísjár voru Gunnar Ingvarsson trommuleikari, Elvar Gunnlaugsson gítarleikari, Lárus Pétursson gítarleikari, Hinrik Axelsson bassaleikari og Hafsteinn Sigurðsson hljómborðsleikari. Ekki liggur fyrir hver var söngvari sveitarinnar. Ísjá, sem var frá Stykkishólmi, starfaði mestmegnis á heimaslóðum og kann að hafa starfað lengur…