Three amigos [2] (1996-2001)

Hljómsveitin Three amigos frá Borgarnesi (einnig nefnd Tres amigos) fór víða um land árið 1996 og lék þá á bæjarpöbbum og öðrum samkomuhúsum. Svo virðist sem sveitin hafi síðan legið í salti til ársins 2001 þegar hún birtist lítillega aftur. Meðlimir sveitarinnar voru Sigurþór Kristjánsson trommuleikari, Hafsteinn Þórisson gítarleikari og Símon Ólafsson bassaleikari. Allir sungu…

Þú ert… (1993-94)

Hljómsveitin Þú ert… var skammlíf ballsveit starfandi um eins árs skeið 1993 og 94. Þú ert… var stofnuð haustið 1993 og voru meðlimir sveitarinnar Ingibjörg Erlingsdóttir söngkona, Hafþór Pálsson söngvari, Daníel Arason hljómborðsleikari, Ólafur Karlsson trommuleikari, Jón Friðrik Birgisson bassaleikari og Hafsteinn Þórisson gítarleikari. Jónas Sveinn Hauksson tók síðan við sönghlutverkinu af Hafþóri líklega um…

Pez [3] (1997)

Hljómsveit að nafni Pez var starfandi 1997, að öllum líkindum í Borgarnesi en sveitin spilaði nokkuð á þeim slóðum. Meðlimir Pez voru Símon Ólafsson söngvari og bassaleikari, Sigurþór Kristjánsson trommuleikari, Hafsteinn Þórisson gítarleikari og Pétur Sverrisson söngvari og gítarleikari. Einhverjir Pez-liða höfðu verið í hljómsveitinni Túrbó sem starfaði lengi í Borganesi.