Hitt og þetta (1972-73)

Þjóðlagatríóið Hitt og þetta fór víða um með skemmtanir sínar en um var að ræða tríó í anda Ríó tríósins þar sem boðið var upp á frumsamda tónlist og sprell eins og gamansögur og eftirhermur. Hitt og þetta komu fyrst fram haustið 1972 með dagskrá sína og eftir áramótin voru þeir töluvert áberandi í skemmtanahaldi…

Halló og heilasletturnar (1978)

Halló og heilasletturnar var skammlíf pönkhljómsveit en þó merkileg í sögulegu samhengi því hún var ein allra fyrsta starfandi pönksveitin hér á landi, líklega önnur í röðinni á eftir Þvagi sem hafði starfað fáeinum mánuðum fyrr. Halló og heilasletturnar mun hafa komið fram opinberlega tvívegis en fyrra skiptið var í byrjun ágúst 1978 þegar sveitin…