Hljómsveit Guðmundar Sigurjónssonar (1967-77)

Hljómsveit Guðmundar Sigurjónssonar starfaði í um áratug, nokkuð samfleytt af því er virðist en þó gætu hafa verið einhverjar eyður í starfsemi hennar. Elstu heimildir um hljómsveit í nafni Guðmundar eru frá árinu 1967, fyrstu árin sérhæfði sveitin sig í gömlu dönsunum og er allt eins líklegt að Guðmundur Sigurjónsson hljómsveitarstjórinn hafi sjálfur leikið á…

Hljómsveit Halldórs Helgasonar (1973)

Óskað er eftir upplýsingum um Hljómsveit Halldórs Helgasonar en hún lék líkast til fyrir gömlu dönsunum, sveitin var starfandi árið 1973. Ekki liggur neitt fyrir um þessa sveit en hljómsveitarstjórinn Halldór Helgason gæti hafa verið trommuleikari hennar, óskað er eftir upplýsingum um aðra meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan hennar, starfstíma og annað sem ætti heima í…

Flintstones [1] (1967-68)

Seint á sjöunda áratug síðustu aldar, 1967 og 68 að minnsta kosti, starfaði hljómsveit á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Flintstones en þá um svipað leyti höfðu samnefndir teiknimyndaþættir verið á dagskrá Kanasjónvarpsins, og síðar einnig Ríkissjónvarpsins. Flintstones lék nokkuð með öðrum og þekktari sveitum s.s. Pops og Dátum í Breiðfirðingabúð og víðar, og kom einnig fram…

Tríó Guðmundar (1970-71)

Tríó Guðmundar starfaði í nokkra mánuði veturinn 1970-71. Meðlimir þess voru hljómsveitarstjórinn Guðmundur Sigurjónsson orgelleikari, Pétur Hreinsson gítarleikari og Halldór Helgason trommuleikari en Rúnar Guðjónsson var söngvarinn