Hallgrímur Jakobsson (1908-76)

Hallgrímur Jakobsson var lengi söngkennari við Austurbæjarskóla en hann stjórnaði einnig nokkrum kórum og samdi nokkurn fjölda sönglaga. Hallgrímur Jónas Jónsson Jakobsson fæddist á Húsavík 1908, hann flutti til Vesturheims ungur að aldri en fjölskyldan sneri heim aftur fáeinum árum síðar þannig að hann lauk námi við Menntaskólann við Reykjavík og nam auk þess við…

Karlakór verkamanna [2] (1932-40)

Karlakór verkamanna í Reykjavík var líkast til mest áberandi þess konar karlakóra sem störfuðu einkum á fjórða áratug síðustu aldar. Kórinn var stofnaður í mars 1932 og starfaði fyrsta árið undir stjórn Benedikts Elfar en að því loknu tók Hallgrímur Jakobsson við keflinu. Hann stjórnaði kórnum allt til loka en kórinn starfaði til 1940. Karlakór…

Karlakór Dagsbrúnar (1946-48)

Karlakór Dagsbrúnar var starfandi innan verkalýðsfélagsins Dagsbrúnar á árunum 1946 til 48 undir stjórn Hallgríms Jakobssonar. Ekkert bendir til að kórinn hafi starfað um lengri tíma. Allar nánari upplýsingar um þennan kór má senda til Glatkistunnar.