Skólakór Álftamýrarskóla (1968-)
Skólakórar hafa lengi verið starfandi við Álftamýrarskóla og nokkuð samfleytt á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, eitthvað dró úr kórstarfi innan skólans eftir það en í dag er þar þó starfandi kór. Ekki liggur fyrir víst hvenær fyrst starfaði kór innan Álftamýrarskóla en árið 1968 stjórnaði Reynir Sigurðsson slíkum skólakór sem m.a. kom fram…