Afmælisbörn 22. ágúst 2024

Sjö tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Stórsöngvarinn frá Bíldudal, Jón Kr. (Kristján) Ólafsson er áttatíu og fjögurra ára gamall í dag. Jón vakti fyrst landsathygli með bílddælsku hljómsveitinni Facon en áður hafði hann reyndar sungið með Kvartettnum og Kristjáni, og Hljómsveit Jóns Ástvaldar Hall. Eftir að sögu Facons lauk starfaði Jón um…

Haraldur Björnsson (1910-96)

Haraldur Björnsson var húsvískur harmonikkuleikari sem var virkur í samfélagi harmonikkuleikara í Suður-Þingeyjarsýslu en var líklega þekktari fyrir að fara við annan mann umhverfis landið með harmonikkutónleika. Haraldur var Húsvíkingur, fæddur sumarið 1910 og lærði sem barn lítillega á orgel en bæði faðir hans og bróðir léku á harmonikkur. Fjórtán ára eignaðist hann sína fyrstu…

Strákabandið (1989-2017)

Hljómsveitin Strákabandið starfaði innan Harmonikufélags Þingeyinga, var þar yfirleitt nokkuð virk enda var töluverð endurnýjun meðal meðlima sveitarinnar. Hún sendi frá sér tvær plötur. Strákabandið var eins og reyndar mætti giska á, skipuð hljóðfæraleikurum í eldri kantinum en sveitin hafði í raun verið starfandi síðan Harmonikufélag Þingeyinga var stofnað 1978, þá hafði verið stofnuð hljómsveit…

Halldór Laxness – Efni á plötum

Halldór Laxness og Davíð Stefánsson – Tveir þjóðskörungar íslenzkra bókmennta Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: CPMA 9 Ár: 1964 1. úr Brekkukotsannáli 2. Askurinn 3. Sálin hans Jóns míns 4. Hallfreður vandræðaskáld 5. Vornótt 6. Minning 7. Sorg 8. Ég sigli í haust Flytjendur Halldór Laxness – upplestur Davíð Stefánsson frá Fagraskógi – upplestur Halldór Laxness – Sagan…