Haraldur Guðni Bragason (1947-2009)

Tónlistarmaðurinn Haraldur Guðni Bragason fór eins og svo margir slíkir um víðan völl á ferli sínum en hann starfaði sem tónlistarmaður, tónlistarkennari og -skólastjóri, organisti og kórstjóri auk þess sem hann sendi frá sér tvær plötur. Haraldur Guðni Bragason fæddist á Vopnafirði vorið 1947 og var á sínum yngri árum í hljómsveitum fyrir austan en…

H.B. kvintettinn [2] (1969-70)

Hljómsveit starfaði veturinn 1969-70 undir nafninu H.B. kvintettinn og mun mestmegnis hafa leikið á skemmtistaðnum Sigtúni en einnig á árshátíðum og þess konar samkomum. Meðlimir þessarar sveitar voru Haraldur Bragason gítarleikari (H.B.) sem jafnframt var hljómsveitarstjóri, Jón Garðar Elísson bassaleikari, Erlendur Svavarsson trommuleikari og söngvari og Helga Sigþórsdóttir söngkona, sveitin mun hafa verið stofnuð upp…

Barnakór Reykhólaskóla [1] (1991-95)

Barnakór var starfræktur um tíma í Reykhólaskóla í Barðastrandarsýslu á tíunda áratug síðustu aldar, hvenær nákvæmlega liggur ekki fyrir en hér er giskað á árin 1991 til 95 – líklega þó ekki samfleytt. Ragnar Jónsson þáverandi skólastjóri tónlistarskólans á Reykhólum var að öllum líkindum stjórnandi kórsins 1991 en Haraldur Bragason 1995, annað liggur ekki fyrir…

Samkór Reykhólahrepps (1992-95)

Fremur takmarkaðar upplýsingar er að finna um Samkór Reykhólahrepps en hann starfaði á síðasta áratug tuttugustu aldarinnar og jafnvel fram á þá tuttugustu og fyrstu. Svo virðist sem kórinn hafi starfað á árunum 1992 til 98, Ragnar Jónsson skólastjóri tónlistarskólans á Reykholti var fyrsti stjórnandi hans en Ólöf Sigríður Þórðardóttir virðist hafa tekið við af…