Sultarleikur (1993)

Sumarið 1993 var skammlíf hljómsveit starfandii á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Sultarleikur en hún var einhvers konar afkvæmi sveitar sem þá hafði áður verið starfandi undir nafninu Sultur. Sultarleikur kom líklega aðeins einu sinni fram opinberlega og var skipuð þeim Ágústi Karlssyni gítarleikara, Alfreð Alfreðssyni trommuleikara og Harry Óskarssyni bassaleikara en þeir höfðu allir verið í…

Sultur [1] (1992-94)

Rokksveitin Sultur var stofnuð árið 1992 og virðist fyrst í stað hafa gengið undir nafninu Hiti en meðlimir hennar komu að mestu leyti úr hljómsveitinni Leiksviði fáránleikans. Sveitin starfaði til ársins 1994 og lék frumsamið rokk, mestmegnis á Púlsinum við Vitastíg (sem fékk síðan nafnið Plúsinn) og að öllum líkindum einvörðungu á höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir Sults…