Sultarleikur (1993)

Sumarið 1993 var skammlíf hljómsveit starfandii á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Sultarleikur en hún var einhvers konar afkvæmi sveitar sem þá hafði áður verið starfandi undir nafninu Sultur.

Sultarleikur kom líklega aðeins einu sinni fram opinberlega og var skipuð þeim Ágústi Karlssyni gítarleikara, Alfreð Alfreðssyni trommuleikara og Harry Óskarssyni bassaleikara en þeir höfðu allir verið í Sulti.