Hljómsveit Önnu Vilhjálms (1969-70 / 1990-2002)

Söngkonan Anna Vilhjálmsdóttir starfrækti hljómsveitir í eigin nafni sem léku mikið á svokölluðum dansstöðum höfuðborgarsvæðisins á tíunda áratug síðustu aldar en hún hafði verið með vinsælustu söngkonum landsins á sjöunda áratugnum og hafði reyndar stofnað hljómsveit undir lok hans. Anna hafði notið vinsælda m.a. með hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar og sungið inn á plötu með þeirri…

Hljómsveit Gísla Bryngeirssonar (1955-57)

Hljómsveit Gísla Bryngeirssonar starfaði í Vestmannaeyjum um tveggja ára skeið eftir miðbik sjötta áratugarins. Forsagan að stofnun sveitarinnar var sú að Gísla hafði verið sagt upp í húshljómsveit sem starfaði í Samkomuhúsinu í Eyjum snemma árs 1955, mörgum þótti það hart en Gísli var fatlaður og hafði fyrir stórri fjölskyldu að sjá. Hann lagði þó…

Fossmenn (1968-69)

Hljómsveitin Fossmenn starfaði á Selfossi 1968 og 69 að minnsta kosti og var skipuð tónlistarmönnum á unglingsaldri, þeir voru Kjartan Jónsson, Haukur Gíslason, Viðar Bjarnason og Þorsteinn Ingi Bjarnason. Ekki liggur fyrir hver hljóðfæraskipan sveitarinnar var, hvort einhverjar mannabreytingar urðu í henni ellegar hversu lengi hún nákvæmlega starfaði en upplýsingar þ.a.l. mætti gjarnan senda Glatkistunni,…

Flamingo kvintettinn [2] (1960-63)

Flamingo kvintettinn (um tíma kvartett) var meðal vinsælustu ballsveita landsins upp úr 1960 og var um tíma fastráðin í Vetrargarðinum í Tívolíinu í Vatnsmýrinni, sveitin lék einnig nokkuð hjá ameríska hernum á Keflavíkurflugvelli. Sveitin var stofnuð síðsumars 1960 og var fljótlega komin í Vetrargarðinn í Tívolíinu þar sem hún skemmti lengstum en lék þó einnig…

Hljómsveit Karls Jónatanssonar (1943-2003)

Þegar talað er um Hljómsveit Karls Jónatanssonar má segja að um margar sveitir sé að ræða og frá ýmsum tímum, reyndar ganga þær einnig undir mismunandi nöfnum eins og Hljómsveit Karls Jónatanssonar, Kvintett Karls Jónatanssonar, Stórsveit Karls Jónatanssonar o.s.frv. en eiga það sammerkt að vera allar kenndar við hann. Fyrsta útgáfa hljómsveitar Karls var starfrækt…