Coel (1995)
Tríóið Coel birtist snemma árs 1995 og lék þá eins konar tölvupönk á tónleikum í Norðurkjallara MH, meðlimir Coel voru þeir Guðmundur Kristjánsson og Reynir Harðarson sem áður höfðu verið í hljómsveitinni 2001, og Haukur Valgeirsson. Þeir félagar voru þá með fyrirætlanir um að gefa út plötu um haustið. Ekkert spurðist til Coel eftir MH-tónleikana…
