Coel (1995)

Tríóið Coel birtist snemma árs 1995 og lék þá eins konar tölvupönk á tónleikum í Norðurkjallara MH, meðlimir Coel voru þeir Guðmundur Kristjánsson og Reynir Harðarson sem áður höfðu verið í hljómsveitinni 2001, og Haukur Valgeirsson. Þeir félagar voru þá með fyrirætlanir um að gefa út plötu um haustið. Ekkert spurðist til Coel eftir MH-tónleikana…

Majdanek (1991-94)

Tríóið Majdanek starfaði á fyrri hluta tíunda áratug síðustu og skildi eftir sig eitt útgefið lag á kassettunni Snarl III (1991). Sveitin var sögð í blaðaumfjöllun hafa starfað um nokkurn tíma þegar hennar er fyrst getið í dagblöðum haustið 1991, um það leyti sem Snarl III kom út. Það voru þeir Guðmundur Kristjánsson, Haukur Valgeirsson…