Söngvakeppni Sjónvarpsins 2004 – Heaven

Þrátt fyrir um margt skemmtilega og spennandi undankeppni 2003 var ákveðið að Ríkissjónvarpið héldi ekki slíka keppni vorið 2004, ekki voru allir tónlistarmenn á eitt sáttir um það og deildu Félag íslenskra hljómlistarmanna og forsvarsmenn undankeppninnar hjá Ríkissjónvarpinu um málið. Það skilaði engri niðurstöðu og ákveðið var að senda lag Sveins Rúnars Sigurðssonar við texta…