Etanól (1999)

Hljómsveitin Etanól úr Hafnarfirði keppti í Músíktilraunum 1999 og lenti þar í þriðja sæti en meðlimir sveitarinnar þá voru Jón Berg Jóhannesson, Heiðar Ingi Kolbeinsson og Skapti Þóroddsson forritarar og Ágústa Eva Erlendsdóttir (Silvía Nótt) söngkona. Ágústa Eva var ennfremur kjörin besta söngkona tilraunanna það árið. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um þessa sveit.

VDE-066 (2000-04)

VDE-066 var rafdúett þeirra Jóns Berg Jóhannessonar og Heiðars Inga Kolbeinssonar úr Hafnarfirði, sem keppti í Músíktilraunum Hins hússins árið 2000. Þeir komust ekki í úrslit en störfuðu eitthvað áfram. Þeir komu t.a.m. fram 2003 og spiluðu á Iceland airwaves 2004.